sudurnes.net
Hækka styrki sem snúa að börnum og unglingum - Hvatagreiðslur hækka í 28.000 krónur - Local Sudurnes
Unnið er að því að efna málefnasamning sem núverandi meirihlutasamstarf í Reykjanesbæ byggir meðal annars á og er einn liður í samningnum að hvatagreiðslur til barna og unglina verði hækkaðar á kjörtímabilinu. Á bæjarstjórnarfundi í gær kom fram að bæturnar hafi verið 7.000 krónur í upphafi kjörtímabils, en hafi hækkað um 7.000 krónur á ári frá því samstarf núverandi meirihluta tók við og verða nú kr. 28.000.-. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hækka þjálfarastyrki til íþróttafélaga um kr. 6.000.000.- til þess auðvelda þeim að ráða til sín menntaða þjálfara og styrkja það forvarnarstarf sem unnið er af hálfu íþróttafélaganna. Þá verða einnig veittir fjármunir til þess að taka á leigu húsnæði sem hýsa mun allar bardagaíþróttir á einum stað. Þá var einnig ýmsum velferðarmálum hrint af stað á þessu ári s.s. afsláttur systkina milli skólastiga og gjaldfrjáls ritföng í skólum. Meira frá SuðurnesjumReykjanesbær gerir breytingar á fasteignaskattiStapi 50 ára – Þér er boðið í kaffi í dagAuglýst eftir styrkumsóknum í Menningarsjóð ReykjanesbæjarStjórnarformenn Kölku og Sorpu undirrita viljayfirlýsingu vegna sameiningarReykjanesbær hækkar hvatagreiðslurMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkISAVIA Hlýtur gullmerki PwC í jafnlaunaúttektNeyðarstjórn Reykjanesbæjar: Sóttvarnir varða hag samfélagsins allsTíu milljarðar króna til ReykjanesbæjarHækkanir til höfuðs Vinnumálastofnun