Nýjast á Local Suðurnes

Hæfingarstöðin safnar fyrir tækjum – Myndband!

Um þessar mundir stendur yfir söfnun á vegum Hæfingarstöðvarinnar að Ásbrú í Reykjanesbæ, en markmið verkefnisins er að safna fyrir fullkomnum tækjum handa þeim sem sérmerkja fatnað og smávörur til þess að auka færni þeirra sem þangað sækja og þroska á vinnumarkaði.

Nú þegar eru 27 fyrirtæki sem styðja við verkefnið og með þeirra hjálp hefur verið framleitt kynningarmyndband til þess að kynna verkefnið.

Fyrirtækjum og einstaklingum býðst nú að versla vörur fyrir heimilið eða reksturinn sem fara í að kaupa vélarnar sem verða svo að fyrstu verkefnum Hæfingarstöðvarinnar eða styrkja verkefnið beint.