sudurnes.net
Gustað um Base parking frá upphafi - Local Sudurnes
Bílatæðaþjónustan Base parking hóf að veita þjónustu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE) um mitt ár 2017, en þjónustan virkar þannig að starfsfólk fyrirtækisins sækir bíla viðskiptavina, gegn greiðslu, við FLE og skilar þeim á sama stað að ferðalagi loknu. Óhætt er að segja að gustað hafi um starfsemina nánast frá upphafi og hafa fjölmörg mál er varða fyrirtækið ratað á síður fjölmiðla. Strax á fyrsta starfsári lögðu forsvarsmenn Base Parking inn kvörtun til samkeppniseftirlitsins vegna framkomu Isavia, rekstraraðila FLE í þeirra garð, en ríkisfyrirtækiið hafði meðal annars lagt sektir á fyrirtækið fyrir að nota skammtímastæði við flugstöðina undir starfsemi sína auk þess að bjóða upp á sömu þjónustu og BaseParking geri. Áfram héldu deilur fyrirtækjanna tveggja og var lögregla meðal annars kölluð til þegar starfsmenn Isavia hleyptu starfsmönnum BaseParking ekki út af bílastæðum fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli með bíla viðskiptavina fyrirtækisins. Það mál endaði með því að starfsmaður Isavia kærði starfsmann bílastæðaþjónustu BaseParking til lögreglu vegna hótana um líkamsmeiðingar. Í kjölfarið krafðist Isavia þess að Base parking greiddi um fimm milljónir króna vegna ítrekaðra brota fyrirtækisins á notkunarreglum Isavia á skammtímastæðum við Keflavíkurflugvöll, en fyrirtækið hafði þá lagt yfir 70 bifreiðum á skammtímabílastæðum án þess að greiða fyrir notkun þeirra og [...]