sudurnes.net
Gunnar Víðir tekur við markaðsmálunum hjá Reykjanesbæ - Local Sudurnes
Gunnar Víðir Þrastarson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri markaðsmála hjá Reykjanesbæ. Gunnar er menntaður grafískur hönnuður frá Arizona State University og hefur lokið MBA gráðu frá Western International University ásamt því að stunda nám í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum í Háskóla Íslands. Þá hefur Gunnar margra ára reynslu af störfum sem markaðsstjóri og -ráðgjafi ásamt störfum sem grafískur hönnuður. Undanfarin ár hefur hann meðal annars starfað sem markaðsstjóri hjá Bílabúð Benna og sem hönnunarstjóri og ráðgjafi hjá LarsEn Energy Branding sem sinnir vörumerkjastjórnun og stefnumótun á sviði orkumála. Mynd: Reykjanesbær Meira frá SuðurnesjumKristinn nýr mannauðsstjóri ReykjanesbæjarDavíð Hildiberg er sundmaður Íslands árið 2017Átján vilja taka við af Þorsteini í GrindavíkJóhann Friðrik nýr framkvæmdastjóri KeilisJón Haukur ráðinn aðstoðarskólastjóri StapaskólaSamkaup fá reynslubolta frá Arion bankaSuðurnesjaslagur í Útsvari – Jafnaldrar úr Garði mæta breyttu GrindavíkurliðiBrynjar Gestsson tekur við Þrótti Vogum – Á að efla uppeldis- og afreksstarfiðFöstudagsÁrni: Epalhommaumræða á lágu planiFjölmennasta útskriftarár Keilis frá upphafi