sudurnes.net
Gunnar áfram með Njarðvík - Local Sudurnes
Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur samið við Gunnar Heiðar Þorvaldsson um áframhaldandi þjálf um meistaraflokks karla út leiktíðina 2025. Gunnar verður í fullu starfi sem þjálfari meistaraflokks karla, segir í tilkynningu. Gunnar Heiðar tók við liði Njarðvíkur í júlí þegar liðið var statt á ólgusjó í deildinni og náði ásamt þjálfarateyminu að rétta skútuna af og bjarga liðinu frá falli úr Lengjudeildinni.15 af 23 stigum Njarðvíkurliðsins í sumar komu undir stjórn Gunnars í þeim 10 leikjum sem Gunnar var við stjórnvölinn. Það er mikil ánægja hjá Knattspyrnudeildinni að hafa náð samkomulagi við Gunnar um að halda áfram þeirri vegferð sem Njarðvíkurliðið er á, segir í tilkynningunni. Meira frá SuðurnesjumNjarðvík semur við tvo öfluga leikmennGrindavíkursigur eftir framlengdan leikKeflavík úr leik og áfram í MaltbikarnumOddur yfirgefur NjarðvíkBjarni hættir á toppnumSigurður verður aðal – Eysteinn út og Haraldur innKeflavík og Grindavík töpuðuSundfólk ÍRB unnið til fjölda verðlauna á ÍM 50Sigurður Ragnar verður yfirmaður knattspyrnumálaUngir og efnilegir leikmenn semja við Grindavík