sudurnes.net
Gult í kortunum - Samgöngur gætu farið úr skorðum - Local Sudurnes
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir morgundaginn vegna snjókomu eða slyddu á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, á öllu Suðurlandi og á Miðhálendinu. Í tilkynningu veðurstofu segir að samgöngur geti farið úr skorðum í efri byggðum höfuðborgarinnar, á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Reykjanesbraut. Spáð er talsverðri snjókomu eða slyddu og síðar rigningu á vesturhluta landsins og á Suðurlandi. Gul viðvörun tekur gildi í nótt og stendur fram á miðjan dag á morgun. Meira frá SuðurnesjumHvassviðri og éljagangur næstu tvo sólarhringaGult í kortunum með kvöldinuOfsaveður í vændum – Rauðar viðvaranirVara við leiðindar veðri í nótt – Hálka á ReykjanesbrautSex tíma rafmagnsleysi hjá hluta GrindvíkingaHalda íbúafund vegna deiliskipulagsStöðug fjölgun íbúa í GrindavíkÓþægindin geta verið margskonar þegar kemur að fjármálunumLoka fyrir umferð að gosstöðvunum af öryggisástæðumBúist við stormi og éljum í kvöld – Hlýnar í kjölfarið