sudurnes.net
Gult í kortunum með kvöldinu - Local Sudurnes
Veður­stof­an hef­ur enn á ný gefið út gul­ar viðvar­an­ir, þar á meðal fyrir Suðurnesjasvæðið. Viðvaranir gilda frá klukkan 18 fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land, Faxa­flóa, Breiðafjörð og Vest­f­irði. Mik­illi öldu­hæð er jafn­framt spáð á miðunum suðvest­ur- og vest­ur af land­inu, allt að 18 metr­um. Þetta hef­ur áhrif á tvö spásvæði, Faxa­flóa og Suður­land. Reikna má með að öldu­hæð við strönd­ina nái 10-12 metr­um og hún nái há­marki á mánu­dags­kvöld. Bú­ist er við að ástandið vari fram á þriðju­dag. Spáð er suðvest­an 13 til 20 metr­um á sek­úndu og tal­verðum élj­um. Viðbúið er að hvass­ara verði í élja­hryðjum og gætu vind­hviður farið yfir 35 metra á sek­úndu staðbundið. Skafrenn­ing­ur verður og aukn­ar lík­ur á eld­ing­um. Lík­ur eru á sam­göngu­trufl­un­um og foktjóni, að því er kem­ur fram á vef Veður­stof­unn­ar. Meira frá SuðurnesjumGult og appelsínugult í kortunumSpá Keflavík og Njarðvík bestum árangriReykjanesbraut lokað á milli 12 og 17 á föstudagVel gekk að losa strandað skip við VatnsleysuströndÞorsteinn hættir sem formaður knattspyrnudeildarGrúb Grúb vill risaskjá í skrúðgarðinn yfir EM í fótboltaOfsaveður eða fárviðri – Þetta þarftu að hafa í huga!Keflvíkingar vildu slátra Sláturhúsinu og Njarðvíkingar vildu tvö fjölnota íþróttahúsWizz í startholunum – Mögulegt að bóka ÍslandsferðGult í kortunum – Samgöngur gætu farið úr skorðum