Nýjast á Local Suðurnes

Gular viðvaranir taka gildi í nótt

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir allt landið, þar á meðal Suðurnesjasvæðið. Viðvörun fyrir Suðurland tekur gildi klukkan 05 í nótt og gildir til klukkan 15 á morgun.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það taki að hvessa í kvöld og nótt, og verði austan og suðaustan 15-23 m/s á morgun. Víða snjókoma eða slydda og hiti kringum frostmark. Rigning sunnan- og suðvestanlands þegar líður á morguninn og hlýnar heldur. Snýst í minnkandi suðvestanátt suðvestantil undir kvöld og dregur úr úrkomu.