Nýjast á Local Suðurnes

Gul viðvörun Veðurstofu – Hvassviðri eða stormur í kvöld og nótt

Veður­stof­an spá­ir suðaust­an­hvassviðri eða -stormi seint í kvöld og nótt með tals­verðri rign­ingu sunn­an­lands. Víða má bú­ast við slæmu ferðaveðri og hálku á veg­um, seg­ir á vef Veður­stof­unn­ar.

“Það hvess­ir og hlýn­ar seint í kvöld, suðaust­an­hvassviðri eða -storm­ur og rign­ing í nótt, tals­verð rign­ing sunn­an­lands. Hæg­ari vind­ur á morg­un, en áfram rign­ing sunn­an til.

Hæg suðlæg átt á miðviku­dag og fram á fimmtu­dag með skúr­um eða élj­um og fryst­ir víða inn til lands­ins en svo er út­lit fyr­ir að það hvessi aft­ur á fimmtu­dags­kvöld með tals­verðri rign­ingu sunn­an til,” seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings.

Veður­spá­in fyr­ir næstu daga:

Frem­ur hæg suðlæg átt en 10-15 aust­ast. Skúr­ir eða slydduél um landið sunn­an- og vest­an­vert en úr­komu­lítið norðaust­an til. Hiti ná­lægt frost­marki.

Geng­ur í suðaust­an­hvassviðri eða -storm seint í kvöld og nótt með rign­ingu, en tals­verð rign­ing sunn­an­lands. Suðaust­an 13-18 síðdeg­is á morg­un en hæg­ari vest­an til. Stytt­ir upp um landið norðaust­an­vert annað kvöld. Hiti 1 til 6 stig.

Á þriðju­dag:
Suðaust­an­hvassviðri eða -storm­ur aðfaranótt þriðju­dags, en læg­ir nokkuð með með deg­in­um, einkum vest­an til. Tals­verð rign­ing, en úr­komu­lítið norðan heiða. Hiti 1 til 7 stig.

Á miðviku­dag:
Suðlæg átt 5-13 m/​s, skýjað með köfl­um og dá­litl­ar skúr­ir eða él, en þurrt að mestu norðan­lands. Hiti um og und­ir frost­marki.

Á fimmtu­dag:
Vax­andi sunn­an- og suðaustanátt, hvassviðri eða storm­ur um kvöldið með tals­verðri rign­ingu sunn­an- og vest­an­lands, en lengst af þurrt á Norður­landi. Hlýn­ar í veðri.

Á föstu­dag:
Suðaust­an­hvassviðri eða -storm­ur og tals­verð eða mik­il rign­ing á sunn­an­verðu land­inu en úr­komum­inna norðan­lands. Hiti 2 til 7 stig.

Á laug­ar­dag og sunnu­dag:
Útlit fyr­ir ákveðna sunn­an- og suðaustanátt. Víða rign­ing, tals­verð á Suðaust­ur­landi, en þurrt norðaust­an til. Hiti um og yfir frost­marki.