sudurnes.net
Guðrún sér um lýðheilsumálin í Reykjanesbæ - Local Sudurnes
Gengið hefur verið frá ráðningu Guðrúnar Magnúsdóttir í starf lýðheilsufræðings á velferðarsviði Reykjanesbæjar. Guðrún er hjúkrunarfræðingur að mennt, með meistaragráðu í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun og stefnumótun í heilbrigðisvísindum. Undanfarin ár hefur Guðrún starfað sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku barna og sem hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur í Heilsuskóla barnaspítalans, ásamt störfum á geðsviði Landspítalans. Guðrún mun hefja störf hjá Reykjanesbæ á haustmánuðum. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkSendu frá sér yfirlýsingu eftir að misbrestur varð við sorphirðuSláttur hafinn á opnum svæðum – Íbúar fjarlægi fellihýsiMest mun mæða á Reykjanesbraut – Gagnvirkt kort sýnir lokanirBúast við mikilli umferð á KEF um páskanaMikið álag á bráðamóttöku HSSPólverjar sjá um loftrýmisgæsluRampa upp ReykjanesbæÓska eftir aðstoð við að koma veski til ferðamannsKörfuboltavöllur til minningar um Ölla tilbúinn í sumar