Nýjast á Local Suðurnes

Guðmundur framkvæmdastjóri Kkd. Keflavíkur

Guðmundur Steinarsson hefur verið ráðinn í hlutastarf sem framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Guðmundur hefur undanfarið setið í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar þar sem hann hefur bæði kynnst og komið að flestum málum deildarinnar. Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur hingað til ekki verið með slíkt starfsgildi en það þótti tími til kominn enda eru bæði umsvif deildarinnar orðin það mikil og kröfurnar í nútíma samfélagi þess eðlis að erfitt er að sinna þeim eingöngu með sjálfboðavinnum, segir í tilkynningu á vef Keflavíkur.

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur býður Guðmund Steinarsson velkominn til starfa og hlakkar ný stjórn deildarinnar til samstarfsins. Guðmundur sjálfur kveðst spenntur fyrir þessu nýja verkefni og segist hann vonast til þess að samstarfið verð farsælt og árangursríkt:

“Ég hlakka mikið til að starfa með nýkjörinni stjórn og bíð spenntur eftir að nýtt tímabil hefjist. Ég held að næsta tímabil verði krefjandi, eftirminnilegt og um leið skemmtilegt fyrir kvenna- og karlalið félagsins”.