sudurnes.net
Guðlaug Rakel nýr forstjóri HSS - Local Sudurnes
Þann 1. mars síðastliðinn tók Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir við starfi forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.Guðlaug Rakel er hjúkrunarfræðingur að mennt og er einnig með meistaranám í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands. Guðlaug hefur jafnframt lokið ýmsum námskeiðum í lýðheilsuvísindum innan læknadeildar HÍ í tengslum við doktorsverkefni sem hún vann að um faraldsfræði notenda bráðamóttaka, segir í tilkynningu. Guðlaug Rakel hefur langa og víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum, auk þess að hafa um árabil starfað sem hjúkrunarfræðingur. Frá árinu 2000 hefur hún sinnt ýmsum stjórnunarstörfum innan heilbrigðiskerfisins. Árið 2019 tók hún við starfi framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Landspítala þar til hún var sett tímabundið í embætti forstjóra Landspítala haustið 2021. Meira frá SuðurnesjumLengri opnunartímar í sundlaugumAkstur með úrgang um Reykjanesbraut hefur margfaldastGjaldtaka í strætó hefst í janúar – Hér finnurðu lista yfir sölustaði og tímatöfluGætu þurft að greiða allt að hálfri milljón á dag fyrir stæði við flugstöðinaÞróttur semur við Unnar AraFramkvæmdir við Krýsuvíkurgatnamót ganga vel – Enn má búast við töfum á umferðGjaldtaka í strætó hefst í janúar – Hér er verðskráinÓska eftir tilnefningum um Bæjarlistamann GrindavíkurEitt tilboð barst í verkefni upp á milljarð21% fjölgun farþega hjá Icelandair