sudurnes.net
Grunur um Keflavíkurflugvöllur sé nýttur til að smygla fólki til Bandaríkjanna og Kanada - Local Sudurnes
Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér tilkynningu vegna máls sem upp kom í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á dögunum, og tengist smygli á fólki frá Suður-Evrópu til Bandaríkjanna. Í tilkynningunni kemur meðal annars fram að grunur leiki á að leiðin um Keflavíkurflugvöll sé nýtt til að smygla fólki til Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Tilkynning lögreglu í heild sinni: Vegna framkominna fyrirspurna þykir lögreglunni á Suðurnesjum rétt að eftirfarandi komi fram varðandi upprætingu skipulagðra glæpasamtaka sem grunuð eru um smygl á fólki frá Suður-Evrópu til Bandaríkjanna, með viðkomu m.a. í Finnlandi og á Íslandi. Lögreglan á Suðurnesjum hóf rannsókn þessa tiltekna máls í janúar 2017, eftir að tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar höfðu stöðvað tvo einstaklinga sem kváðust ekki þekkjast þótt sami aðili hefði greitt farmiða þeirra. Við rannsókn málsins kom meðal annars í ljós að annar mannanna ferðaðist á stolnu vegabréfi. Hann var því handtekinn. Lögreglan handtók einnig hinn manninn vegna gruns um aðild hans að því að flytja fólk með ólögmætum hætti yfir landamæri. Upplýsingum sem fram komu við lögreglurannsóknina var miðlað til erlendra lögregluyfirvalda í gegnum Europol. Þær upplýsingar leiddu til þess að landamæraeftirlitið í Finnlandi upprætti, með stuðningi Europol og bandarískra yfirvalda, skipulögð glæpasamtök sýrlenskra og íraskra [...]