sudurnes.net
Grunnskólarnir fresta árshátíðum - Local Sudurnes
Njarðvíkurskóli, Akurskóli og Háaleitisskóli hafa tilkynnt um frestanir á árshátíðum sem fyrirhugaðar voru á næstunni. Búast má við að aðrir skólar fylgi í kjölfarið. Þessi ákvörðun er tekin í samráði við fræðsluyfirvöld og neyðarstjórn Reykjanesbæjar og er tilgangurinn sá að draga eins og kostur er úr ónauðsynlegum fjölmennum samkomum. Foreldrum er bent á að fylgjast með á heimasíðum skólanna varðandi breytingar á skólastarfi vegna samkomubanns sem tekur gildi aðfaranótt næstkomandi mánudags. Heimasíður grunnskólanna í Reykjanesbæ: Akurskóli, Heiðarskóli, Holtaskóli, Háaleitisskóli, Myllubakkaskóli, Njarðvíkurskóli, Stapaskóli Heimasíður grunnskólanna í Suðurnesjabæ: Sandgerdisskoli.is, Gerðaskóli Heimasíða grunnskólans í Grindavík Heimasíða grunnskólans í Vogum Meira frá SuðurnesjumÚtilokað að ráðast í viðgerðirLögregla leitar að brennuvargiAllt seldist upp og tæki biluðu á opnunarhelginniEnn appelsínugult í kortunumGrjóthrun vegna jarðhræringaAuglýsa eftir flaggaraFundu handsprengju við HafnarvegEnn gul viðvörun frá Veðurstofu – Fólk sýni varkárni og fylgist með færð á vegumHöfnuðu erindi um breytingar á húsnæði þar sem stigi lendir út í götuBúist við lítilsháttar töfum á umferð um Reykjanesbraut í dag