sudurnes.net
Grunaður um ölvun á 148 km hraða - Local Sudurnes
Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum mældi á 148 km hraða, þar sem hámarkshraði er 90 km, á Reykjanesbraut um helgina var grunaður um ölvun við akstur. Þá ók hann bifreiðinni sviptur ökuréttindum. Fáeinir ökumenn til viðbótar voru færðir á lögreglustöð, grunaðir um vímuefnaakstur. Þá voru tveir, auk þess fyrstgreinda, kærðir fyrir of hraðan akstur og skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar í umferðinni. Meira frá SuðurnesjumGripnir við að tala í síma án handfrjáls búnaðarFjórtán teknir á of miklum hraðaÓk of hratt undir áhrifum fíkniefna – Sviptur á staðnumGreiddi tæplega 70.000 króna hraðasekt á staðnumFimmtán kærðir fyrir of hraðan aksturÖkumaður stöðvaður fyrir fjölda umferðarlagabrotaErlendur á ofsahraða undir áhrifumLögreglan með klippurnar á loftiStöðvuðu 150 ökumennHundrað þúsund kall í sekt fyrir hraðakstur