sudurnes.net
Grjótgarðar buðu best í vetrarþjónustu utan við haftasvæði flugverndar - Local Sudurnes
Verktakafyrirtækið Grjótgarðar áttu lægsta tilboð í vetrarþjónustu á tilgreindum svæðum á Keflavíkurflugvelli, en verkið felst í snjóhreinsun og hálkueyðingu gatnakerfis, göngustíga og bílastæða. Verkefnið er umfangsmikið, en verktakinn skal vera til taks allan sólarhringinn og alla daga á uppgefnum samningstíma sem er um 7 mánuðir á ári. Samningurinn gildir í tvö og hálft ár með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum um eitt ár í senn. Útboðið var unnið í samvinnu við Ríkiskaup og hljóðaði tilboð fyrirtækisins upp á 74.973.000 krónur. Tvö önnur fyrirtæki skiluðu inn tilboðum í verkið, Ellert Skúlason sem bauð tæplega 98 milljónir króna og Íslenska gámafélagið sem bauð rúmlega 118 milljónir króna. Meira frá SuðurnesjumVelta á fasteignamarkaði þrefaldast á milli ára – 118 samningum þinglýst í júníMario framlengir hjá NjarðvíkLoka fyrir umferð vegna framkvæmdaSjö Suðurnesjalið á fullri ferð í bikarviku – Allt um Geysisbikarinn hér!Miklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnTíu milljarðar króna í framkvæmdir á Reykjanesbraut á árunum 2019-2022Slasaðir sóttir við gosstöðvarnar – Loka svæðinu ef þörf krefurIsavia úthlutar styrkjum – Tvö Suðurnesjaverkefni fengu styrkSuðurnesjamenn passa upp á að Fast & Furious teymið fari sér ekki að voðaÓkeypis lyf fyrir ungt fólk með krabbamein