Nýjast á Local Suðurnes

Gripinn með mikið magn af þýfi

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í nótt tvo menn sem grunaðir eru um fjölda innbrota undanfarin misseri. Annar mannana er sá sem lögregla lýsti eftir á dögunum.

Lögreglumenn á eftirliti veittu athygli aðila sem var göngu og var sá með bakpoka á bakinu. Lögreglumenn höfðu afskipti af honum og könnuðst við hann, kviknaði strax grunur um að þetta væri aðilinn sem leitað hefur verið að í tengslum við innbrotahrinu sem hefur verið í gangi hér á svæðinu.

Aðilinn heimilaði lögreglu að skoða í bakpoka  sem hann var með og var hann augljósega ekki í eigu mannsins. Aðilinn var handtekinn og viðurkenndi hann síðar að hann hafi verið að koma úr innbroti. Hann vísaði lögreglu skömmu síðar á hvar hann byggi og þar fannst mikið mikið magnn af veiðidóti, verkfærum og öðrum munum sem taldir eru þýfi.

Annar maður var í íbúðinni og er hann einnig talinn tengjast innbrotunum, sá var einnig handtekinn.

Lögregla vinnur nú að því að skrá þessa muni og fara yfir. Mennirnir verða yfirheyrðir síðar í dag.

Lögregla mun í framhaldinu hafa samband við þá sem kært hafa þjófnaði undanfarið og fá þá aðila til að koma og bera kennsl á hluti sem haldlagðir voru í nótt. Ef einhverjar spurningar vakna þá má senda lögreglu skilaboð á Facebook varðandi málið.