sudurnes.net
Grindvískar hinsegin-erótískar bókmenntir gefnar út í Frakklandi - Local Sudurnes
Grindvíkingurinn Sigríðar J. Valdimarsdóttur, sem gengur undir höfundanafninu Erica Pike, hefur nú um nokkurt ára skeið skrifað bækur á ensku sem gefnar hafa verið út í Bandaríkjunum og í rafrænu formi og selst afar vel og má með réttu kalla hana metsöluhöfund, enda hefur hún toppað sölulista Amazon oftar en einu sinni. Hefur hún gefið út þrjár skáldsögur og fjölmargar smásögur en um er að ræða hinsegin-erótískar bókmenntir. Útgáfufyrirtækið sem gaf út fyrstu bækur Sigriðar fór í þrot og því hefur hún staðið sjálf í útgáfu undanfarið en á dögunum fékk hún tilboð frá frönsku bókaútgáfunni Juno sem hefur keypt útgáfuréttinn af nokkrum eldri verkum hennar sem og réttinn að óútgefnu efni. Vefsíðan Gay Iceland greindi frá þessum tíðindum en þar má lesa ítarlegt viðtal við Sigríði. Aðspurð um hvort að íslenskir lesendur muni fá að njóta bóka hennar í íslenskri þýðingu á næstunni segir Sigríður að hún hafi ákveðnar efasemdir um að hægt sé að þýða þær þannig að sómi sé að, enda séu þær samdar á ensku og sum samtöl gætu komið undarlega út. En engu að síður sé búið að þýða mikið af gagnkynhneigðum rómantískum bókmenntum á íslensku svo það sé aldrei að vita hvort þetta gæti gengið upp. Meira [...]