sudurnes.net
Grindvíkingum ekki hleypt inn í bæinn um helgina - Local Sudurnes
Ekki verður hægt að hleypa Grindvíkingum heim um helgina til þess að huga að húsum sínum og verðmætum. Vonir stóðu til að það yrði hægt, en þetta er ákveðið vegna veðurs og tafa við mat á vegum og viðgerðum, segir í tilkynningu frá almannavörnum. Unnið verður hörðum höndum að því að skipuleggja framkvæmdina með það að markmiði að íbúar fái jöfn tækifæri til að huga að eignum sínum, athuga með skemmdir og sækja nauðsynjar. Þegar ljóst er með hvaða hætti skipulagið verður þá verður áætlunin birt með nokkurra daga fyrirvara svo íbúar geti skipulagt sig fram í tímann, segir einnig í tilkynningu almannavarna. Meira frá SuðurnesjumRýmri heimildir fyrir GrindvíkingaEfast um að hælisleitendur beri ábyrgð á hrinu reiðhjólaþjófnaðaFá fimm mínútur til að sækja nauðsynjar – Svona fer aðgerðin fram!Unnið að því að koma tvöföldun Reykjanesbrautar inn á samgönguáætlunHver var tilgangslausasta frétt vikunnar að mati Árna Árna?Styttist í að eldri borgarar fái niðurgreiddan mat á nýNemendur fá ókeypis skólamáltíðirFá þrjár klukkustundir í Grindavík – Svona verður fyrirkomulagiðKanna viðhorf bæjarbúa til Ljósanæturhátíðar – Reynt að auka þátttöku erlendra íbúaHúseigendur höfðu betur gegn Reykjanesbæ og fleiri aðilum fyrir dómi