Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar hamingjusamastir

Grinda­vík er ham­ingju­sam­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins sam­kvæmt nýrri könn­un Embætt­is land­lækn­is á ham­ingju Íslend­inga. Niðurstöðurnar voru kynntar í dag, á alþjóðlega ham­ingju­deg­in­um.

Þegar ham­ingja er skoðuð eft­ir sveit­ar­fé­lög­um trón­ir Grinda­vík á toppn­um. Í könn­un­inni eru íbú­ar spurðir hvernig þeim líður á skal­an­um 1-10 þar sem 1-3 merk­ir óham­ingju­sam­ur, 4-7 hvorki né og 8-10 ham­ingju­sam­ur. Grinda­vík er í efsta sæti með 8. Þar á eft­ir koma Akra­nes, Hvera­gerði og Fjarðabyggð með 7,9.

Ef svör­in eru skoðuð eft­ir því hvort íbú­ar telja sig ham­ingju­sama, óham­ingju­sama eða hvorki né sést að 73,2% svar­enda í Grinda­vík eru ham­ingju­sam­ir en aðeins 3,3% óham­ingju­sam­ir.