sudurnes.net
Grindavíkurbær vill bæta 4-6 íbúðum við Víðihlíð - Local Sudurnes
Bæjarráð Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að skipa verkefnishóp sem hafi það verkefni að leggja fram tillögu og hönnun á 4-6 íbúða viðbyggingu við Víðihlíð. Í Víðihlíð er rekin hjúkrunardeild fyrir aldraða og er þar pláss fyrir 20 skjólstæðinga. Á næsta fundi bæjarráðs verður verkefni nefndarinnar skilgreint og fulltrúar tilnefndir. Í hópnum verði tveir fulltrúar meirihluta, einn fulltrúi minnihluta, einn fulltrúi eldri borgara og einn fulltrúi starfsmanna Miðgarðs. Skipaður verður verkefnisstjóri með hópnum og ráðstafað fjárheimildum til greiðslu nefndarlauna og hönnunar. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkÍbúafundir um Aðalskipulag – Leita álits og þiggja ábendingar íbúaBrynja vill byggja sjö íbúðir – Elstu umsóknir frá árinu 2007Fara í sértækar aðgerðir til að stuðla að þátttöku aðfluttra íbúa í menningarstarfiLeigu­verð hækkaði um 46% á Suður­nesj­um59 útskrifuðust frá Fjölbrautaskóla SuðurnesjaÍbúafundur um fjárhagsáætlun SandgerðisbæjarKoma upp vara vatnsbóliVill meira fjármagn til Suðurnesja: “Reiknilíkön sem ráðuneyti notast við ganga ekki upp”Um 450 manns sóttu jólabingó Kvenfélagsins