sudurnes.net
Grindavíkurbær býður út stækkun á bæjarskrifstofum - Local Sudurnes
Grindavíkurbær hefur óskað eftir tilboðum í verkið „Bæjarskrifstofur Grindavíkur, innanhússbreytingar”, en stefnt er á að stækka skrifstofurnar um 127 m² Lauslegt yfirlit yfir verkið: Endurbætur og stækkun á skrifstofuhúsnæði bæjarskrifstofa Grindavíkur sem staðsettar eru á 2. og 3. hæð í verslunar og þjónustumiðstöð Grindavíkur, Víkurbraut 62. Í megindráttum eru bæjarskrifstofur Grindavíkur að stækka sig inn í 127 m² rými, þar sem áður var Bókasafn Grindavíkur, ásamt endurbótum á núverandi húsnæði. Helstu verkþættir eru: Rif og förgun, veggir, loft, gólf, hurðar, stálsmíði, málun, innréttingar, raflagnir og loftræsting. Verkinu skal að fullu lokið þann 1. júní 2016. Hægt verður að nálgast útboðsgögn á bæjarskrifstofu Grindavíkur, Víkurbraut 62, 240 Grindavík frá og með 26. október n.k. eða óska eftir gögnum á tölvutæku formi án endurgjalds á netfangið armann@grindavík.is eða í síma 420-1107. Meira frá SuðurnesjumJafntefli hjá Njarðvík í markaleikÍbúafundur vegna skipulagslýsingar fyrir gerð deiliskipulags BrimketilsFá ekki að fara til Grindavíkur næstu dagaStrandarhlaup Þróttar þann 13. ágúst – Glæsileg verðlaun í boðiLangmest aukning gistinátta á hótelum á SuðurnesjumNýjar reglur um flokkun úrgangs á byggingastaðMars 1 og 2 komnir í útboðAthugasemdir bárust vegna deiliskipulags við LeirdalStarf í leik- og grunnskólum gengur vel þrátt fyrir miklar takmarkanirMynd að komast á hvernig skólastarfi verður háttað