Nýjast á Local Suðurnes

Gríðarlegt álag á þjónustuverum flugfélaganna

Þrjú af stærstu flugfélögunum sem fljúga frá Keflavíkurflugvelli, Icelandair, Norwegian og Wizz-air hafa sent frá sér tilkynningar hvar farþegar eru beðnir um að sýna biðlund vegna mikils álags á þjónustuver.

Þannig hefur Icelandair bent farþegum sem ekki eiga flug næstu 72 klukkustundirnar að nýta veraldarvefinn til samskipta við flugfélagið. Norwegian biðlar til þeirra sem eiga flug eftir 15. apríl að hafa samband við þjónustuver eftir vikutíma. Wizz-air bendir viðskiptavinum á að fylgjast vel með á vefsíðu fyrirtækisins en þar listi með algengum spurningum (FAQ) uppfærður reglulega.

Hér fyrir neðan má finna tengla á nýjustu breytingarnar hjá flugfélögunum þremur vegna Covid-19:

Icelandair, Norwegian, Wizz-air