sudurnes.net
Grenndargámar komnir upp á Suðurnesjum - Local Sudurnes
Þessa dagana er unnið að uppsetningu á grenndarstöðvum fyrir endurvinnanlegan úrgang á Suðurnesjum. Fjórir gámar eru í hverri stöð, fyrir pappír og pappa, plast, málma og gler. Kalka hefur svo átt í viðræðum við Rauða krossinn um uppsetningu á fatagámum á a.m.k. sumum grenndarstöðvanna. Vonir standa til að þeir bætist við fljótlega. Þessar stöðvar eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir úrgang frá heimilum. Í málmgáma eiga t.d. ekki að fara stórir og þungir málmhlutir heldur málmar sem falla til á heimili, niðursuðudósir, dósalok og þvíumlíkt. Í glergámana má setja glerkrukkur og glerflöskur án skilagjalds en stærri glerhluti þarf áfram að koma með á móttökuplönin í Helguvík, Grindavík og Vogum, segir í tilkynningu á vef Kölku. Upphaflega stóð til að grenndarstöðvarnar yrðu settar upp síðla vetrar eða snemma í vor. Vegna orsaka sem aðallega má rekja til Covid 19 hefur hins vegar orðið dráttur á afhendingu gámanna. Nú eru þeir komnir og þær stöðvar sem þegar hafa verið ákveðnar, fimm í Reykjanesbæ, tvær í Suðurnesjabæ og ein stöð bæði í Grindavík og Vogum ættu allar að verða komnar í gagnið fyrir ágústlok. Með grenndarstöðvunum er stigið skref til að auðvelda íbúum Suðurnesja að skila úrgangi í farvegi sem auðvelda ráðstöfun hans [...]