sudurnes.net
Greiða 150 milljóna aukareikninga vegna Stapaskóla - Local Sudurnes
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt og falið sviðsstjóra umhverfissviðs að ganga frá greiðslu vegna uppgjöra á aukaverkum vegna fyrsta áfanga Stapaskóla. Upphæðin nemur 154.568.901 krónum. Töluverður hiti var í bæjarfulltrúum vegna lokauppgjörs við verktaka byggingarinnar rétt áður en skólahald hófst í hinni nýju byggingu undir lok árs 2020, enda þótti minnihluta bæjarstjórnar verkið hafa dregist úr hófi og kostnaður aukist umfram áætlanir. Bæjarfulltúar Miðflokks og fulltrúar meirihlutans lögðu fram bókanir vegna málsins á þeim tíma. Bókanirnar má sjá hér fyrir neðan: Bókun Miðflokks Lýst er yfir miklum vonbrigðum með fjárhagshlið- og stöðu Stapaskóla. Það er ólíðandi að sveitarfélagið hafi ekki gætt að þeim málum fyrr en nú. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur áherslu á að ekki verði haldið áfram með málið fyrr en bæjarráð hefur fengið ítarlega kynningu á fjárhagsmálefnum skólans eins og kom fram í bókun Sjálfstæðisflokksins á síðasta bæjarráðsfundi þann 13. ágúst sl. og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins og Frjáls Afls studdu og tóku undir.Það er ljóst að sveitarfélagið getur ekki gengið að kosti A að samþykkja viðauka og verktaki mun skila skólanum samkvæmt dagsetningum viðauka og að skólahald hefjist 24. ágúst eins og til stóð. Meirihlutinn hefur þegar samþykkt þessa leið með væntanlegum tilheyrandi kostnaði fyrir útsvarsgreiðendur. Að ákveða að falla frá [...]