sudurnes.net
Gossvæðið lokað - Mikið að gera hjá björgunarsveitum - Local Sudurnes
Björgunarsveitafólk hefur komið fjölda fólks til aðstoðar við gosstöðvarnar í Geldingadal í nótt. Meirihluti þeirra sem hafa þurft aðstoð voru örmagna eftir langa göngu, eitthvað hefur verið um smávægileg slys og nokkrir hafa villst af leið. Á annað hundrað björgunarsveitarmanna voru við leit að fólki á svæðinu í nótt og samkvæmt fréttum RÚV klukkan sjö átti enn eftir að hafa uppi á eiganda eins bíls sem er yfirgefinn á svæðinu. Svæðið við gosstöðvarnar er nú lokað vegna gasmengunar segir í tilkynningu frá lögreglu frá því snemma í morgun. Meira frá SuðurnesjumNokkuð um umferðaróhöpp – Rútu ekið utan í kranaÓvenjumörg umferðaróhöpp á SuðurnesjumTvær stuttar rafmagnstruflanir í nóttFulltrúar verkalýðsfélaga hafa ekki fengið leyfi til að skoða vinnuaðstæður í kísilveriÍbúðalánasjóður hefur sett 90 íbúðir á Reykjanesi í söluferliSinubruni við gosstöðvar – Endurmeta stærð hættusvæðisUrta Islandica þróar steinefnaríka drykki úr köldum jarðsjóStærsta fjöldahjálparmiðstöðin síðan 1973Ökumaður bifhjóls féll í götunaBílvelta á Reykjanesbraut