Nýjast á Local Suðurnes

Google býður stúlkum á aldrinum 8 til 13 ára á ókeypis forritunarnámskeið

Tæknirisinn Google og íslenska fyrirtækið Skema í samstarfi við Forritara framtíðarinnar bjóða 224 stelpum, á aldrinum 8 til 13 ára á forritunarnámskeið helgina 22. til 23. Október þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru haldin í tengslum við evrópsku forritunarvikuna.

Google styrkti sjóðinn til þess að hvetja stelpur til að kynna sér forritun og auka hlut kvenna í þessari ört vaxandi grein. Haldin verða 16 forritunarnámskeið fyrir tvo aldursflokka, 8 til 10 ára og 11 til 13 ára. Á námskeiðunum verður farið yfir grunnþætti forritunar og ætlunin er að veita stelpunum innsýn inn í spennandi heim tækninnar en hvert námskeið er klukkustund og korter að lengd.

Sem fyrr segir eru námskeiðin stúlkunum að kostnaðsrlausu og er hægt að skrá þátttöku á heimasíðunni www.stelpurkoda.is