Nýjast á Local Suðurnes

Glæný Airbus A320-neo þota WOW-air lent á Keflavíkurflugvelli

Mynd: Friðrik Friðriksson

TF-NEO, fyrsta Airbus A320-neo þota WOW-air, kom til landsins í dag en vélin lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan 16 í dag eftir tæplega fjögurra klukkustunda afhendingarflug frá Toulouse.

Það er flugvefurinn allt um flug sem greinir frá þessu, en þar kemur fram að vélin verði aðallega notuð á flugi til Stokkhólms, Kaupmannahafnar og til Montréal fyrst um sinn, en vélin mun einnig fljúga til annarra áfangastaða síðar meir.

WOW air hefur upp á síðkastið haft tólf Airbus-þotur í flota sínum og er TF-NEO því þrettánda vélin en von er á fjórum þotum til viðbótar í vor og mun flotinn því fara upp í 17 vélar í sumar.

Nánari umfjöllun um hina nýju vél og myndir má finna hér.