Nýjast á Local Suðurnes

Gjaldþrot blasir við United Silicon – Viðræður við mögulega kaupendur í uppnámi

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Greiðslustöðvun United Silicon rennur út á morgun og gjaldþrot blasir við félaginu, félagið hefur verið í greiðslustöðvun í síðan í ágúst og var hún síðast framlengd þann 4. desember síðastliðinn.

Félagið fær ekki að hefja aftur framleiðslu fyrr en lokið hefur verið við nær allar mögulegar úrbætur á verksmiðjunni, samkvæmt nýrri ákvörðun Umhverfisstofnunar, en kostnaður við úrbæturnar hleypur á milljörðum króna samkvæmt úttekt sem framkvæmd var af norskum ráðgjöfum.

Framkvæmdir við úrbæturnar gætu tekið hátt á annað ár og myndu kosta um þrjá milljarða króna, auk þess sem afla þyrfti nýrra leyfa og umhverfismats. Á vef RÚV kemur fram að þetta setji yfirstandandi viðræður við mögulega kaupendur í uppnám og því virðist fátt geta komið í veg fyrir að United Silicon verði sett í þrot á morgun.