sudurnes.net
Gimli vottaður móðurskóli Leikur að læra - Local Sudurnes
Fimmtudaginn 18. febrúar sl. var leikskólinn Gimli vottaður móðurskóli kennsluaðferðarinnar Leikur að læra. Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem börnum á aldrinum tveggja til tíu ára er kennd öll bókleg fög í gegnum leiki, hreyfingu og skynjun á skipulagðan, líflegan og árangursríkan hátt. Leikskólinn Gimli hefur undanfarin rúm tvö ár unnið þróunarverkefni út frá kennsluaðferðinni Leikur að læra í samvinnu við Kristínu Einarsdóttur, stofnanda og eiganda verkefnisins. Að sögn Karenar Valdimarsdóttur leikskólastjóra á Gimli var auðvelt fyrir starfsfólk og börn á Gimli að aðlaga Leikur að læra að hugmundafræði leikskólans þ.e. Hjallastefnunni, því fyrir var búið að leggja góðan grunn að læsi og stærðfræði með leikgleðina að leiðarljósi. „Kennsluaðferðin Leikur að læra var því góð og gagnleg viðbót sem starfsmannhópurinn var tilbúinn til að vinna með og þróa áfram í leikskólastarfinu í samvinnu við Kristínu. Það hefur aldrei vafist fyrir leikskólakennurum að börn læri mest og best í gegnum leikinn og að taka hreyfinguna og foreldraverkefnin enn frekar með, er hrein snilld.“ Sagði Karen. Nánar má fræðast um verkefnið á vef Reykjanesbæjar. Meira frá SuðurnesjumSlökkt á gatnalýsingu í sumar – Verður “rómó” tímabil í lok júlíGuðmundur leiðir lista Sósíalistaflokksins í SuðurkjördæmiLögregla um slæma meðferð á hælisleitanda: “Vildi frekar sofa en borða”“Skítamark” minnkar líkurnar [...]