Nýjast á Local Suðurnes

Gilt starfsleyfi fylgir kísilveri

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Starfsleyfi kísilmálmverksmiðju Stakksbergs í Helguvík er enn í gildi og gildir til ársins 2030. Umhverfisstofnun hefur þó gert ýmsar athugasemdir við reksturinn, einnig eftir að starfsemi verksmiðjunnar var stöðvuð.

PCC SE, meiri­hluta­eig­andi kís­il­vers­ins PCC BakkiSil­icon hf. á Húsa­vík, hefur und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu varð­andi mögu­leg kaup á kís­il­verk­smiðj­unni í Helgu­vík af Arion banka og ljóst er að verði af kaupsamningi mun starfsleyfi fylgja.

Umhverfisstofnun hefur haldið uppi reglulegu eftirliti með verksmiðjunni, einnig eftir að starfsemi var stöðvuð, og gert athugasemdir við starfsemina, síðast árið 2019. Athugasemdir hafa aðallega snúið að því að skýrslum hafi ekki verið skilað á réttum tíma. Úr því bætti þó eigandi verksmiðjunnar innan tímamarka.