sudurnes.net
Gígur myndaðist þegar handsprengju var eytt - Fólk gæti varúðar á svæðinu - Local Sudurnes
Liðsmenn sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnar sáu um að eyða virkri handsprengju sem fannst á þekktu sprengjuæfingasvæði gamla varnarliðsins. Talið er að handsprengjan hafi verið í jörðu og komið upp á yfirborðið í jarðvegslyftingum. Vel gekk að eyða sprengjunni. Umrætt svæði hefur margoft verið leitað og hreinsað en endrum og sinnum finnast þar sprengjur á borð við þessa sem koma upp á yfirborðið, segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Landhelgisgæslan leggur því áherslu á að fólk gæti varúðar á svæðinu. Leiki grunur á að um sprengju sé að ræða er mikilvægt að láta lögreglu vita. Meira frá Suðurnesjum160 milljóna króna “þorp” í Reykjanesbæ til sölu – Myndir!Staðsetningin skiptir máli – Myndir!Stór hafís sést vel frá Sandgerði – myndir!Úði og grúði af græjum á sýningu sprengjusérfræðinga – Myndir!Fjölmenni á vel heppnuðum Keflavíkurnóttum – Myndir & myndbönd!Ótrúlega lítil flugumferð yfir Íslandi – Sjáðu muninn á milli ára!Magnaður árangur Söru – Heimsleikarnir í myndumSuðurnesjaverktaki selur glæsiíbúðir á höfuðborgarsvæðinu – Myndir!Vel vopnum búnum herskipum stjórnað frá varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli – Myndir!Það er ýmislegt sem getur komið upp á þegar fólk notar strætó – Myndir!