sudurnes.net
Geta ekki sofið vegna hávaða - "Ég brjálast!" - Local Sudurnes
Íbúar í nokkrum fjölbýlishúsum á Ásbrú hafa kvarta hástöfum undan hávaða, hávaðanum er lýst sem “stöðugu banki” sem stendur yfir í marga klukkutíma. Íbúar hafa átt erfitt með svefn undanfarin misseri vegna þessa, segir í umræðum um málið í hópi íbúa Ásbrúar á Facebook. Í umræðunum kemur fram að líklega sé um að ræða hávaða frá búnaði sem verkamenn sem sinna viðhaldi á fjölbýlishúsunum nýta við störf sín. Í umræðunum kemur einnig fram að ítrekaðar kvartanir til Heimavalla, stærsta leigufélags landsins, eiganda húsanna hafi ekki skilað nokkrum árangri. Nokkrir aðilar segjast lítið sem ekkert hafa getað sofið vegna hávaðans “Er búin að reyna að sofna í Fokkin 3 tíma. Er veik og er svo þreytt! Langar að sofa en þetta bank sko!” Segir einn íbúinn og annar bætir við: “Ólord, ef þetta heldur áfram þá klifra èg sjálf uppá þak og sker þetta niður” Meira frá SuðurnesjumHvetja íbúa og starfsmenn sveitarfélagsins til að sofa átta tíma hið minnstaReynslumikill stjórnandi til FríhafnarinnarLíklegt að íbúakosning fari fram – “Munum örugglega leita ráða hjá íbúum”Danski skatturinn lýsir eftir eigendum sparifjár – Suðurnesjafólk á listanum!Reykjanesbær opnar Gagnatorg – Fullt af tölulegum upplýsingumGefa eldriborgurum spjaldtölvur og heyrnartólVerðum við hamingjusamari ef við kaupum okkur eitthvað?Íslenskir lífeyrissjóðir og banki [...]