Nýjast á Local Suðurnes

Gestum Kvikunnar fjölgað verulega

Gestum Kvikunnar hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Alls heimsóttu tæplega 22.500 gestir Kvikuna, menningarhús Grindvíkinga, á árinu 2022. Til samanburðar heimsóttu rúmlega 4.000 gestir húsið árið 2017 og um 11.000 gestir árið 2021.

Hlutverk hússins hefur á þessum tíma tekið breytingum. Ráðist var í mikla stefnumótunarvinnu fyrir húsið árið 2019, m.a. er nú boðið reglulega upp á viðburði fyrir almenning, segir í frétt á vef Grindavíkurbæjar.

Sýningin Saltfiskur í sögu þjóðar var áður á neðri hæð hússins en er nú á efri hæðinni. Gestum er þar boðið í ferðalag aftur í tímann þar sem saga saltfiskverkunar frá upphafi rakin í tímaröð til þeirra daga er véltækni leysir mannshöndina af hómi. Í stað sýningarinnar á neðri hæðinni er nú viðburðasalur sem notaður hefur verið fyrir ýmsa viðburði, m.a. kaffihlaðborð á 17. júní, rave-ball fyrir unglinga á Suðurnesjum, sórsveitartónleika, kóræfingar, viðburði á vegum Listvinafélags Grindavíkur o.fl.

Í undirbúningi er uppsetning á nýrri Guðbergsstofu, sýningu tileinkaðri Guðbergi Bergssyni en einnig verður settur upp upplýsingaveggur fyrir ferðamenn í forsal hússins.