Nýjast á Local Suðurnes

Georg er nýr stjórnarformaður Kadeco – Verður lagt niður í núverandi mynd

Georg Brynjars­son, hag­fræð­ingur og stjórn­ar­maður í Við­reisn er nýr stjórn­ar­for­mað­ur Kadeco, en hann var kjörinn á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Auk hans komu tveir starfs­menn fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins inn í stjórn þróunarfélagsins. Bene­dikt Jóhannsson, fjármálaráðherra stað­festir, í samtali við Kjarnann, að þessar breyt­ingar séu liður í því að leggja starf­semi Kadeco niður í núver­andi mynd.

Þá segir Benedikt að til standi að leggja starf­semi Kadeco, þró­un­ar­fé­lag Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, niður í núver­andi mynd, en að ráðu­neytið vilji taka upp við­ræður við heima­menn um hvernig sé hægt end­ur­skoða starf­sem­ina með það í huga.