sudurnes.net
Gefa lítið fyrir álit sérfræðinga og segja nýtt leiðakerfi strætó ekki ganga upp - Local Sudurnes
Reykjanesbær kynnti á dögunum nýja áætlun og leiðakerfi strætó í Reykjanesbæ, en breytingarnar taka gildi þann 6. janúar 2020. Helstu breytingar eru þær að akstur byrjar fyrr og vagnar aka lengur virka daga. Þá verður ferðum á laugardögum fjölgað og reynsla gerð á sunnudagsakstri innanbæjarstrætó. Þá eru gerða breytingar á leiðakerfinu, sérstaklega í Dalshverfi. Almenn ánægja virðist vera með lengingu á aksturstíma, en íbúar í Dalshverfi í Innri-Njarðvík eru allt annað en ánægðir með niðurstöður sérfræðinga varðandi nýtt leiðakerfi strætó og segja það ekki ganga upp. Krakkar þurfi að ganga langar vegalengdir til þess að nýta sér þjónustuna og staðsetning á snúningsplani sé beinlínis hættuleg. Þetta kemur fram í umræðum á Facebook-síðu sem íbúarnir halda úti og málefni hverfanna eru rædd. Í umræðunum kemur fram að leiðin sem strætó ekur muni styttast töluvert, en með þeim breytingum munu mörg börn þurfa að ganga allt að kílómeter til þess að geta nýtt sér þjónustuna. Þá mun strætó snúa við í Bjarkadal en íbúar benda á í umræðunum að sú gata sé þröng og henti alls ekki til þessa. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, svarar fyrir þessa gagnrýni í umræðunum og segir breytingar oft vera umdeildar og að ekki sé hægt að gera [...]