Nýjast á Local Suðurnes

Gefa eldriborgurum spjaldtölvur og heyrnartól

Stjórn Þórkötlu hefur ákveðið að gefa íbúum í Víðihlíð spjaldtölvur og heyrnartól. Íbúar á Víðihlíð eru 18 talsins.

Í tilkynningu frá Slysavarnadeild Þórkötlu kemur fram að strangt til tekið sé ekki um slysavarnir að ræða og verkefni þeim tengd, en það sé ákveðin vörn í því að sjá til þess að stytta fólki stundir andlega og félagslega þegar þörf er á.

“Þar sem samkomubann ríkir núna í þjóðfélaginu eru heimsóknir ekki leyfðar á Víðihlíð og íbúar þar geta því ekki hitt ættingja og ástvini. Þá getur tæknin komið til bjargar meðan þetta tímabundna ástand varir.

Í gær lánaði skólinn Víðihlíð spjaldtölvur tímabundið þar sem kennsla fer ekki fram þar og við ætluðum því að gefa nokkur eintök sem vantaði upp á.

En þegar búið var að taka þá ákvörðun þá langaði okkur til að taka hana lengra og kanna hvort konur vildu hjálpa okkur til að safna fyrir spjaldtölvum og heyrnartólum fyrir alla íbúa Víðihlíðar.

Við eigum sjóð, en gaman væri ef hér væri um sérstaka/auka fjáröflun að ræða.

Ef einhverjar hér langar að leggja til framlag, hvort sem það er í eigin nafni eða í nafni fyrirtækis viðkomandi endilega sendið okkur skilaboð á Facebook eða með tölvupósti á Gunnu Stínu formann (gunnastina80@gmail.com) og/eða Rögnu ritara (ragnage@simnet.is).

Munum að hér á gullna reglan, margt smátt gerir eitt stórt, við og öll framlög eru vel þegin og kærkomin.
Kennitala 560190-2049
Reikningur 0143-05-2521

Kær kveðja,
stjórn Þórkötlu