Nýjast á Local Suðurnes

Gaskútum stolið um hábjartan dag- Fólk hvatt til að tilkynna grunsamlegar mannaferðir til lögreglu

Myndin tengis fréttinni ekki beint

Undanfarið hefur töluvert borið á því að gaskútum undan grillum sé stolið úr görðum fólks á Suðurnesjum. Mest virðist vera um þessa hvimleiðu þjófnaði í Dals- og Tjarnarhverfi í Innri-Njarðvík, en fjölmargir íbúar þessara hverfa hafa bent nágrönnum sínum á að fylgjast með mannaferðum í görðum sínum í lokuðum Fésbókarhópi íbúa.

Mikið af umræddum þjófnaði virðist eiga sér stað um hábjartan dag samkvæmt lýsingum fólks á síðunni og er fólk hvatt til að tilkynna grunsamlegar mannaferðir í görðum til lögreglu, auk þess sem sumir íbúar hafa gengið það langt að festa kúta með keðjum við hús sín.

“Við verðum að standa saman og vera með augun opin fyrir hvert annað og tilkynna allar grunsamlegar mannaferðir til lögreglu í síma 1-1-2, tala nú ekki um ef þið verðið vör við menn með gaskúta á ferðinn um hábjartan dag.” Segir einn íbúa í stöðufærslu í hópnum.