sudurnes.net
Gas úr borholu orsök banaslyss á Reykjanesi - Local Sudurnes
Vinnueftirlit, heilbrigðiseftirlit og lögregla rannsaka banaslys, sem varð í fiskverkun á Reykjanesi í morgun. Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 7:15, en í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að lífgunartilraunir hafi ekki borð árangur og maðurinn var úrskurðaður látinn. Komið hefur í ljós að gas úr borholu mun hafa farið inn á staðbundna vatnsveitu. Verið er að ljúka nauðsynlegum hreinsunarstörfum og engin hætta er á ferðum varðandi almenning. Vinnusvæðið umhverfis slysstað var rýmt og stendur sú rýming enn. Ekki er lokað fyrir almenna umferð. Neysluvatn til almennings á Suðurnesjum er í góðu lagi. Rannsókn stendur enn yfir og er ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu, segir í tilkynningu. Meira frá SuðurnesjumMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnEinbýlishús illa farið eftir eldsvoðaStjarnan lagði Njarðvík í Ljónagryfjunni – Bonneau með flotta endurkomuUndirbúa pöntun á rafmagnsofnum í allar stofnanir ReykjanesbæjarAlgjört “umferðarklúður” á SuðurnesjumLöggan tekur Surströmming áskorun til styrktar góðu málefniSveit Grindavíkur Íslandsmeistarar stúlkna í skákMest lesið 2018: Ráðist á barn á körfuboltamóti og traðkað á DominospizzumFöstudagsÁrni spáir í brjóstagjöf á þingi og RonaldoÓska skýringa frá sorphirðuverktaka