Nýjast á Local Suðurnes

Garðlist sér um sláttinn í Reykjanesbæ

Grassláttur á opnum svæðum í Njarðvíkur- og Keflavíkurhverfum Reykjanesbæjar var boðinn út á dögunum og var fyrirtækið Garðlist hlutskarpast í báðum útboðum.

Þrjú fyrirtæki buðu í verkefnin en tilboðin frá Garðlist hljóðuðu samtals upp á rúmar 35 milljónir króna. Það var Ríkiskaup sem sá um framkvæmd útboðanna fyrir hönd Reykjanesbæjar.