sudurnes.net
Gæti gosið í næstu viku - Local Sudurnes
Sérfræðingar Veðurstofunnar telja að haldi kvikusöfnun áfram með sama hraða og nú er við Svartsengi muni magn kviku ná þeim þröskuldi í næstu viku sem talið er að þurfi til að koma af stað næsta kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni, þar segir að magn kviku sem safnast hafði við Svartsengi áður en fyrri gos hófust hafi verið á bilinu átta til þrettán milljón fermetrar. Verið er að vinna ný reiknilíkön til að fá nánari mynd af því magni sem safnast hefur. Ekki er talin ástæða til að auka hættustig á svæðinu að svo stöddu og er hættumat Veðurstofunnar því óbreytt frá því síðast. Meira frá SuðurnesjumLoka á afgreiðslu skólamáltíða vegna ógreiddra reikningaHumarþjófnaður upplýstur – Höfðu selt hluta þýfisinsDeiliskipulagsbreytingar við Framnesveg samþykktar í bæjarstjórnPáll Jóhann með bestu mætingu á nefndarfundi – Silja Dögg þá slökustuRútufyrirtæki segir upp samningi um akstur á milli Reykjavíkur og Reykjaness – Gæti verið skaðabótaskyltGrunur um að eitrað hafi verið fyrir hundi í ReykjanesbæThorsil fær frest á greiðslu gatnagerðargjalda vegna tafa á deiliskipulagiLoka Reykjanesbraut í mótmælaskyniGagnageymslu- og hugbúnaðarfyrirtæki í þrot – Reksturinn yfirtekinn af NýsköpunarsjóðiVilja setja uppbyggingu á gervigrasvelli í forgang