Nýjast á Local Suðurnes

Gæsluvarðhald framlengt vegna andláts í Sandgerði – Ber við minnisleysi

Héraðsdómur Reykjaness framlengdi gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í Sandgerði þann 28. mars síðastliðinn. Maðurinn verður því í varðhaldi til 15. apríl næstkomandi.

Frá þessu er greint á vef Vísis, en þar segir að maðurinn hafi ekki mætt fyrir dóminn. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins sem er í fullum gangi. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að ma’urinn hafi ekki viljað tjá sig við lögreglu og ber við minnisleysi.