Nýjast á Local Suðurnes

Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi: Flokkur fólksins og Miðflokkurinn ná manni inn

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur Suðurkjördæmis með um 25 prósenta fylgi samkvæmt fyrstu tölum úr kjördæminu. Framsóknarflokkurinn kemur næstur og svo Miðflokkur og Vinstri-græn.

Sex flokkar ná inn þingmönnum í Suðurkjördæmi samkvæmt fyrstu tölum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengju samkvæmt þessu þrjá þingmenn hvor flokkur. Miðflokkur, Samfylkingin, Vinstri-græn og Flokkur fólksins fá einn þingmann hver.

Jóhann Friðrik Friðriksson, Framsóknarflokki var ánægður með fyrstu tölur í kjördæminu, sé miðað við færslu hans á Facebook, sem var í stutt en hnitmiðuð, en skoðanakannanir sýndu að fylgi Framsóknarflokks myndi að öllum líkindum dala töluvert frá síðustu kosningum.