Nýjast á Local Suðurnes

Fyrrverandi eigandi Paddy´s fær ekki nauðsynleg gögn frá Reykjanesbæ

Fyrrverandi eigandi skemmtistaðarins Paddy´s við Hafnargötu í Reykjanesbæ, Ármann Ólafur Helgason, segir fyrirtæki sín, eignarhaldsfélagið Ambi ehf. og Paddys ehf. hafa farið í þrot vegna aðgerða Reykjanesbæjar, þá segir hann Reykjanesbæ tregan til að afhenda lögfræðingi sínum gögn sem varða málið.

Núverandi rekstraraðilar skemmtistaðarins tóku við rekstrinum í febrúar árið 2015, eftir að hafa gert leigusamning við Reykjanesbæ og eftir að hafa keypt innbú staðarins af þrotabúi eignarhaldsfélagsins.

“Fyrirtækið sem rak Paddys fór ekki í þrot fyrr en í april 2015 (Paddys ehf). Og átti það auðvitað þó nokkrar eignir inni á staðnum, Þær eignir hafa ekki að mér vitanlega verið seldar strákunum [núverandi rekstraraðilum (innsk. blm.) ] úr þrotabúi staðarins. Og varðandi skuldina til bæjarins, af hverju fóru þessi fyritæki i þrot Paddys ehf og Ambi ehf., út af hverju ætti Reykjanesbær að senda kröfu um þrot í fyrirtæki, á skuld þar sem var búið að bjóða framm greiðslu skuldarinnar að fullu.” Segir Ármann í tölvupósti til Sudurnes.net

Þá segir Ármann Ólafur að erfitt hafi reynst að fá afhent gögn varðandi málið frá Reykjanesbæ, lögfræðingur hans hafi ítrekað haft samband við Reykjanesbæ, án árangurs.

“Grein sem ég sendi i Víkurfrettir, var líka send ma. af því að nauðsynleg gögn hafa ekki fengist frá bænum þrátt fyrir ýtrekaðar beiðnir lögfræðing míns.” Segir Ármann.