Nýjast á Local Suðurnes

Fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum kvartar undan einelti lögreglustjóra

Fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, Kristján Ingi Helgason,  sakar lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, Sigríði Björk Guðjónsdóttur, um einelti í opinni færslu á Facebook.

Í fæsrslu sinni segir Kristján meðal annars að samskipti hans og Sigríðar gætu verið efni í heila bók.

Lögreglustjórinn segist, í samtali við RÚV, ekki geta tjáð sig um einstök mál, en miklar breytingar hafi verið gerðar á embættinu á Suðurnesjum þegar hún var þar lögreglustjóri. Hún hafi skilning á að slíkt geti skapað óánægju.

Hér fyrir neðan má finna Facebookfærslu Kristjáns Inga.