Nýjast á Local Suðurnes

Fyrrum bæjarstjóri vill forstjórastarf

Sex um­sækj­end­ur eru um embætti for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu en fé­lags­málaráðuneytið birti nöfn um­sækj­endanna á vefsvæði sínu á vef Stjórn­ar­ráðsins í dag.

Fé­lags­málaráðherra skip­ar í stöðuna til fimm ára að und­an­gengnu mati sér­stakr­ar hæfn­is­nefnd­ar og rann um­sókn­ar­frest­ur út 28. janú­ar.

Á meðal um­sækj­enda er Róbert Ragnarson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vogum og síðar Grindavík, en hann starfar nú við eigin ráðgjafaþjónustu sem starfar að mestu fyrir sveitarfélög og stofnanir.

Nöfn um­sækj­enda:

Birna Guðmunds­dótt­ir

Guðlaug María Júlí­us­dótt­ir.

Heiða Björg Pálma­dótt­ir.

Katrín Jóns­dótt­ir.

Ró­bert Ragn­ars­son.

Svala Ísfeld Ólafs­dótt­ir.