sudurnes.net
Fylgjast þarf með þróun loftgæða við vinnu utandyra - Local Sudurnes
Vinnueftirlitið birtir á vefsíðu sinni ýmsar upplýsingar varðandi loftgæði á vinnustöðum í tengslum við eldsumbrot og hvetur fyrirtæki og stofnanir á suðvesturhorni landsins til að huga vel að þróun loftgæða vegna mögulegrar hættu á gasmengun. Á það ekki síst við þar sem vinna fer fram utandyra. Gæta þarf sérstaklega að vindáttum. Í greininni er mikið af upplýsingum, meðal annars er farið yfir þær gastegundir sem helst þarf að huga að og sjá má hér fyrir neðan. BRENNISTEINSDÍOXÍÐ (SO2) Mengunarmörkin eru 0,5 ppm (1,3 mg/m3= 1.300 µg/m3) fyrir 8 klst.en 1 ppm (2,6 mg/m3 = 2.600 µg/m3) fyrir 15 mín. Brennisteinsdíoxíð er litlaus lofttegund með stingandi lykt. Innöndun getur valdið sviða í nefi, munni, tárum, hósta og öndunarerfiðleikum. Ef styrkur er mikill er hætt við vökvamyndun í lungum (lungnabjúg) sem getur komið fram að nokkrum klukkustundum liðnum eða jafnvel allt að tveim sólahringum. Brennisteinsdíoxíð er um tvisvar sinnum þyngra en andrúmsloftið sem þýðir að það getur borist með jörðu áður en það blandast lofti að fullu, og jafnframt legið í lautum og lægðum. Brennisteinsdíoxíð myndar brennisteinssýru (H2SO4) og brennisteinssýrling (H2SO3) í snertingu við vatn, til dæmis í rigningu. Vinna við gosstöðvar: Við 100 ppm (260 mg/m3=260.000 µg/m3) styrk er brennisteinsdíoxíð lífshættulegt. Hægt [...]