sudurnes.net
Furða sig á seinagangi umhverfssviðs - Local Sudurnes
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Umbótar furða sig á seinagangi við umbætur í umferðaröryggismálum við gatnamót Njarðarbrautar og Ásahverfis, en málin hafa verið í skoðun hjá umhverfis-og skipulagssviði Reykjanesbæjar í rúm tvö ár. Báðir flokkar lögðu fram bókun vegna málsins á síðasta fundi bæjarstjórnar, en þar kemur meðal annars fram að íbúar í hverfinu hafi sent áskorun á bæjaryfirvöld árið 2021 vegna málsins. Bókun Umbótar: „Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs, fundargerð númer 273 dagsett 23. júní 2021, kom áskorun til ráðsins frá íbúum Ásahverfis þar sem var meðal annars var óskað eftir að tryggja örugga gönguleið barna til skóla. Starfsmönnum Umhverfis- og skipulagsráð var falið að vinna áfram í málinu. Þann 4. nóvember 2022 óska íbúar Ásahverfis enn og aftur eftir úrbótum. Starfsmönnum Umhverfis- og skipulagsráð var falið að koma með tillögur að úrbótum fyrir fund númer 304 dagsettan þann 2. desember 2022. Í fundargerð fundarins er ekkert að finna um úrbætur eða að málið hafi verið á dagskrá. Viðraði ég nokkrum sinnum í bæjarráði hvað væri að frétta af þessu máli en sama svarið var að það væri í vinnslu. Ég óskaði eftir að málið yrði tekið fyrir á bæjarráðsfundi þann 14. september sl. Bæjarráð felur Guðlaugi H. Sigurjónssyni og Gunnari [...]