Nýjast á Local Suðurnes

Fundur um framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli

Isavia og Samtök iðnaðarins efna til kynningarfundar um fyrirhugaðar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli miðvikudaginn 9. desember kl 8:30 – 10:00 að Borgartúni 35. Kynnt verður þròunaráætlun ÍSAVÍA allt til ársins 2040 Masterplan.

Keflavíkurflugvöllur mun geta tekið á móti allt að 14 milljónum farþega á hverju ári þegar framkvæmdum við Þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar verður lokið, sé miðað við sömu dreifingu álags og er nú. Dreifist álag með jafnari hætti yfir sólahringinn en nú er getur flugvöllurinn tekið á móti allt að 25 milljónum farþega.

Stækkunin verður framkvæmd í nokkrum áföngum og ræðst stærð þeirra af því hversu mikil og hröð farþegaaukningin verður. Þó er ljóst að fyrsti áfanginn verður stór vegna mikillar uppsafnaðar þarfar til afkastaaukningar.

Einnig verða kynntar framkvæmdir og verkefni sem eru ákveðin og ráðist verður í á næsta ári. Verkefnin snerta flest svið mannvirkjagerðar svo sem á sviði arkitektúrs, verfræðiráðgjafar, rafverktöku, jarðvinnu og byggingastarfsemi.

Fundurinn er opinn öllum áhugasömum um mannvirkjagerð og framkvæmdir og er hægt að skrá þátttöku á vef Samtaka iðanaðarins.