Nýjast á Local Suðurnes

Fundu vel fyrir stærsta skjálftanum í hrinunni

Mynd: Visit Reykjanes

Jarðskjálfti, 4,2 að stærð, mældist við Keili um klukkan fjögur í dag. Skjálftinn er sá stærsti í hrinu síðustu daga. Vel fannst fyrir skjálftanum á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og í Borgarnesi, samkvæmt vef Veðurstofunnar.

Upptök skjálftans mældust 1,1 kílómetra suðvestur af Keili. Þó nokkrir smærri eftirskjálftar hafa mælst en þeir hafa verið mun minni.

Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag, en um miðjan dag höfðu rúmlega átta hundruð skjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti.